TADDS
Monday, September 21, 2009
  FRÉTT: Davíð Oddsson verður ritstjóri TADDS
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, verður ritstjóri kristilega vefritsins TADDS. Ákvörðun um þetta verður væntanlega tekin formlega á ritstjórnarfundi TADDS, í sláturhúsi Kjarnafæðis, á miðvikudaginn.

Dagsetning ritstjórnarfundar TADDS fékkst ekki staðfest hjá salat- og sósudeild Kjarnafæðis í dag. Ritstjórn hins kristilega miðils vill ekki tjá sig um ráðningu ritstjóra.

Á stjórnarfundinum verða að líkindum teknar ákvarðnir um útrás í útgáfu og rekstri. Líklegt er að ritstjórnarmeðlimum TADDS verði fjölgað. Þá er rætt um að fjölga útgáfudögum blaðsins um sjö.

Davíð Oddsson hefur áður verið orðaður við ritstjórastól hjá TADDS. Hann var tónlistarrýnir hins kristilega miðils 2004 til 2005 og hefur alla tíð sýnt TADDS mikinn áhuga.

Verði gengið frá ráðningu Davíðs á miðvikudaginn mun hann koma til starfa á fimmtudaginn.

Einhverjar tilfærslur verða að líkindum á störfum á ritstjórninni í tengslum við ráðningu Davíðs eða í kjölfarið.

Labels:

 


<< Home
KRISTILEGT VEFRIT UM TAÐREYKT MATVÆLI OG MARGRÉTI TADDSER

September 2007 / September 2009 / October 2009 /


Powered by Blogger