TADDS
Monday, September 21, 2009
  Frétt: Þráinn Bertelsson til TADDS
Í kjölfar ráðningar TADDS á Davíð Oddssyni sem ritstjóra hefur hinn landlausi Þráinn Bertelsson gengið til liðs við stjórnmálaarm hins kristilega vefrits. Í samtali við þingfréttaritara TADDS kvaðst Þráinn feginn því að vera loksins kominn í skjól eftir að hafa verið terra nullius í stjórnmálaheiminum.

Þórsarinn var hins vegar ómyrkur í máli í garði síns fyrrum flokksfélaga. „Í nafni borgaralegs lýðræðis, gegnsæis og kúltiveraðrar réttlætskenndar minnar þá finnst mér þessi ákvörðun Þráins út í bláinn. Ég skil bara hreinlega ekki hvers vegna nokkur maður vill ganga til liðs við stjórnmálaarm kristilegra kjötiðnaðarmanna sem virðist fyrst og fremst vinna að framgangi hugmyndafræði Margrétar TADDSer.

Formlega verður gengið frá aðild Þráins að stjórnmálaarmi kristilega vefritsins TADDS á miðvikudaginn næstkomandi.

Labels:

 


<< Home
KRISTILEGT VEFRIT UM TAÐREYKT MATVÆLI OG MARGRÉTI TADDSER

September 2007 / September 2009 / October 2009 /


Powered by Blogger