TADDS
Thursday, September 24, 2009
  Benni Ólsari ráðinn ritstjóri Lögbirtingarblaðsins

Þau miklu tíðindi urðu i íslenskri blaðaútgáfu í dag að Benedikt Ólafsson (öðru nafni Benni Ólsari) hefði verið ráðinn ritstjóri Lögbirtingarblaðsins. Í kjölfarið ráðningarinnar var öllum starfsmönnum blaðsins sagt upp nema Sigfríði Vilhjálmsdóttur sem mun áfram svara í símann nú sem endranær.

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mun hittast á fundi í dag og ræða málið en formaður félagsins hefur sagt við fjölmiðla að ráðning Benedikts sé aðför að tjáningarfrelsinu. Benedikt hefur hins svarað fullum hálsi og sagt um ráðningu sína: "Það eru lög í þessu landi sko", en þar hefur Benedikt vitaskuld lög að mæla.

Búist er við að ritstjórnarstefna Lögbirtingarblaðsins munu taka miklum stakkaskiptum við þessi ritstjóraskipti. Þannig er allt eins líklegt að látið verði af stuðningi blaðsins við veru Íslands í Norðurheimskautsráðinu og að lagst verði alfarið gegn orgelkaupum í nýbyggrði kirkju í Trékyllisvík á Ströndun, en þetta á þó allt eftir að koma í ljós eins og þar stendur.

Í samtali við ITAR-TADDS fréttastofuna í dag sagði Benedikt að von væri á töluverðum áherslubreytingum hjá Lögbirtingarblaðinu. Þannig væri ætlunin að poppa aðeins upp tilkynningar sýslumanna um nauðungaruppboð og aðrir tilkynningar hins opinbera, létta á málfari og segja gamansögur. Til dæmis yrði tekinn upp dálkurinn "Embættismaður vikunnar" og þar teknir tali embættismenn sem taldir eru skara fram úr. Þá verður einnig litið í pokahornið og birtar gamlar auglýsingar, t.d. um leyfisveitingar á 6. áratugnum og gengisfellingar á 8. áratugnum.

Að sögn Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar útgefanda Lögbirtingarblaðsins er fyrirhuguð sameining við Stjórnartíðindi, og að gefið verði út nýtt sameinað blað: Lögbirtingur / Stjórnartíðindi (sbr. Dagblaðið Vísir) á haustmánuðum.
 


<< Home
KRISTILEGT VEFRIT UM TAÐREYKT MATVÆLI OG MARGRÉTI TADDSER

September 2007 / September 2009 / October 2009 /


Powered by Blogger